„Ekki má tefla samningaviðræðunum í tvísýnu“

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.
Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi hvöttu í dag alla aðila til að halda áfram samningaviðræðum um vopnahlé á Gasa eftir að ágreiningur milli Ísraelsmanna og Hamas virtist harðna í viðræðum þeirra á milli í Kaíró í Egyptalandi um helgina.

Ísraelsher hefur hvatt almenning til að yfirgefa borgina Rafah áður en hernaðaraðgerðir hefjast í borginni en yfirvofandi árás hefur vakið ótta hjá hjálparsamtökum og leiðtogum alþjóðasamfélagsins.

Sendinefnd Hamas yfirgaf Kaíró í gær en þar fóru fram viðræður um vopnahlé.

„Ekki má tefla samningaviðræðunum í tvísýnu og allir aðilar verða að gera hámarks viðleitni til að tryggja að fólkinu á Gasa sé útvegað mannúðarvörum og að gíslarnir verði látnir lausir,“ segir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.

Að sögn talsmanna ísraelska hersins létust fjórir ísraelskir hermenn lífið og nokkrir særðust þegar eldflaugum var skotið í átt að Kerem Shalom landamærastöðinni milli Ísraels og Gasa í gær.

Er sama um mannúðarþarfir fólksins

Hamas liðar hafa haldið þvi fram að eldflaugaárásin, sem leiddi til þess að ísraelsk yfirvöld lokuðu stöðinni, hafi verið notuð til að koma hjálpargögnum til Gasa.

„Skotárásin á einn mikilvægasta aðgangsstað mannúðaraðstoðar sýnir enn og aftur að hryðjuverkamönnum Hamas er sama um mannúðarþarfir fólksins á Gasa,“ segir Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert