Dýraníð látið viðgangast í áratugi

Illa haldin kind af bænum Höfða í Þverárhlíð úti á …
Illa haldin kind af bænum Höfða í Þverárhlíð úti á túni. Ljósmynd/Steinunn Árnadóttir

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) afhendir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra undirskriftalista í dag í Stjórnarráðshúsinu með yfir 3.600 undirskriftum. Skorar sambandið á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og að lög og reglugerðir er varða dýravelferð sæti endurskoðun.

Í samtali við Morgunblaðið segir Linda Karen Gunnarsdóttir formaður DÍS að sambandið hafi farið af stað með undirskriftalistann vegna mikilla áhyggna af stöðu mála í dýravelferð á landinu. Nokkur nýleg tilfelli um illa meðferð á búfénaði hafi sýnt að Matvælastofnun mæti ítrekuðum tilkynningum af fálæti.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert