Misbeita verkfallsréttinum

Stjórnarformaður flugfélagsins Play, Sigurður Kári Kristjánsson, segir boðaðar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli fela í sér misbeitingu á verkfallsréttinum. Félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna og Sameyki hafa boðað til verkfallsaðgerða vegna deilna við Isavia.

Sigurður Kári Kristjánsson.
Sigurður Kári Kristjánsson. mbl.is/María Matthíasdóttir

Segir Sigurður Kári mikilvægt að virðing sé borin fyrir verkfallsvopninu. Verkföllin, sem hefjast að óbreyttu á fimmtudag, séu skólabókardæmi um slíka misbeitingu enda snúi deilan ekki að launakjörum heldur atriðum sem ekkert hafa með störfin að gera. Telur hann brýnt að stjórnvöld endurskoði vinnumarkaðslöggjöfina og grípi inn í, verði aðgerðunum ekki aflýst, til að koma í veg fyrir það tjón sem af þeim mun hljótast 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert