Ella Stína með smakkteiti á Lemon

Gleðin var í fyrirrúmi í smakkteiti Lemon þar sem Ella …
Gleðin var í fyrirrúmi í smakkteiti Lemon þar sem Ella Stína kynnti nýjustu vegan samlokuna í samstarfi við Lemon-teymið. Samsett mynd

Lemon-teymið bauð í smakkteiti á dögunum þar sem boðið var upp á nýja vegansamloku, Vegancado. Samlokan var unnin í samvinnu við Elínu Kristínu Guðmundsdóttur, alla jafna kölluð Ella Stína, eiganda Ella Stína Vegan. En Ella Stína útbýr og selur í verslanir  veganvörur undir merkinu Ella Stína Vegan.

Unnir úr pea prótíni

„Samlokan inniheldur vegan kjúllabita, avókadó, tómata, hvítlauks aioli og pestó. Hún er stökk, fersk og lætur bragðlaukana dansa í munninum,“ segir Gurrý Indriðadóttir markaðsstjóri LemonHugmyndin að samlokunni kemur frá einni vinsælustu samlokunni á Lemon, Chickencado.

Ella er svo mikill snillingur að hún var ekki lengi að finna út hvernig við gætum gert Chickencado  vegan samloku.  Vegan kjúllabitarnir sem eru á samlokunni eru unnir úr pea prótíni sem er unnið úr edamame baunum sem gerir þá næringarríka af prótíni, segir Gurrý enn fremur.

Elskar að fá sér hollustu í glasi

Að sögn Ellu Stínu þá kemur hún á Lemon næstum því á hverjum degi, elskar að fá sér hollustu í glasi, yfirleitt fær hún sér Beetlejuice og nú getur hún bætt við Vegancado og fengið sér kombó sem bráðnar í munninum og gefur henni orku og gott jafnvægi. 

Að sögn gesta í teitinu þá smakkaðist samlokan mjög vel, þeir hreinlega elskuðu samlokuna. Áhugavert var líka að sjá að þeir sem eru ekki vegan fannst hún mjög góð og gæti vel hugsað sér að panta hana næst.

Gurrý Indriðadóttir, Lára Björk Bragadóttir, Soffía Dögg Halldórsdóttir og Ella …
Gurrý Indriðadóttir, Lára Björk Bragadóttir, Soffía Dögg Halldórsdóttir og Ella Stína. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Ella Stína og Hlín Ósk Þorsteinsdóttir.
Ella Stína og Hlín Ósk Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Soffía Dögg Halldórsdóttir og Gurrý Indriðadóttir.
Soffía Dögg Halldórsdóttir og Gurrý Indriðadóttir. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Hafdís Renötudóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir.
Hafdís Renötudóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Tera, Aðalheiður og Eirún Gréta.
Tera, Aðalheiður og Eirún Gréta. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Ella Stína kynnir nýju samlokurnar sínar.
Ella Stína kynnir nýju samlokurnar sínar. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Ragnheiður Júlíusdóttir, Haf­dís Renötu­dótt­ir og Ella Stína.
Ragnheiður Júlíusdóttir, Haf­dís Renötu­dótt­ir og Ella Stína. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Gurrý Indriðadóttir, Bjarki Geir Logason og Þórarinn Óli Jónsson.
Gurrý Indriðadóttir, Bjarki Geir Logason og Þórarinn Óli Jónsson. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Vegancado eru nýju vegan samlokurnar á Lemon.
Vegancado eru nýju vegan samlokurnar á Lemon. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
Gurrý Indriðadóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir.
Gurrý Indriðadóttir og Jóhanna Soffía Birgisdóttir. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert