Fallbaráttan gott sem ráðin: Jóhann niður um deild

Micky van de Ven skoraði sigurmarkið.
Micky van de Ven skoraði sigurmarkið. AFP/Glyn Kirk

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Burnley-liðið tapaði fyrir Tottenham, 2:1, í Lundúnum í dag en liðið þurfti sigur til að halda vonum sínum á lífi. Burnley er fimm stigum á eftir Nottingham Forest og á liðið aðeins einn leik eftir, gegn Forest. 

Burnley komst yfir á 25. mínútu en þá skoraði Daninn Jacob Bruun Larsen, 1:0. Pedro Porro jafnaði hins vegar metin fyrir Tottenham sjö mínútum síðar, 1:1. 

Sigurmarkið skoraði síðan Micky van de Ven á 82. mínútu og hélt vonum Tottenham um Meistaradeildarsæti á lífi. Jóhann Berg sat allan leikinn á bekknum. 

Tottenham er í fimmta sæti með 63 stig, fjórum stigum á eftir Aston Villa þegar að tveir leikir eru eftir. 

Luton gott sem fallið 

Þá er Luton einnig gott sem fallið úr úrvalsdeildinni eftir tap fyrir West Ham, 3:1. Liðið er þremur stigum á eftir Nottingham Forest og með mun verri markatölu þegar einn leikur er eftir. 

James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy skoruðu mörk West Ham eftir að Albert Sambi Lokonga kom Luton yfir snemma leiks. 

Everton vann þá Sheffield United, 1:0, en Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið. Sheffield United er fallið fyrir þó nokkra síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert