Tekur Daninn við Manchester United?

Thomas Frank er talinn líklegur arftaki Erik ten Hag.
Thomas Frank er talinn líklegur arftaki Erik ten Hag. AFP/Glyn Krik

Daninn Thomas Frank gæti orðið næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United yrði Hollendingurinn Erik ten Hag rekinn. 

Frá þessu greina enskir sem og danskir miðlar í morgunsárið en samkvæmt þeim er Thomas Frank afar ofarlega á lista Manchester United. 

Frank hefur stýrt Brentford undanfarin ár við góðan árangur. Liðið er í 16. sæti deildarinnar með 39 stig og langt frá fallsvæðinu. 

Starf ten Hag er í hættu en tímabil Manchester United hefur verið afleitt. Er liðið í áttunda sæti deildarinnar með 54 stig en þó í úrslitaleik enska bikarsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert