Lést í fyrsta bardaganum

Sherif Lawal.
Sherif Lawal. Ljósmynd/Warren Boxing Management

Hinn 29 ára gamli hnefaleikakappi Sherif Lawal lést í fyrsta bardaga sínum í Lundúnum um helgina. 

Barðist hann við Portúgalann Malam Varela í fyrsta atvinnumannabardaga sínum. 

Varela sló Lawal í gólfið í fjórðu lotu. Eftir að Lawal hafði legið óvígur eftir á meðan dómarinn byrjaði að telja áttaði hann sig á að ástand hnefaleikakappans væri alvarlegt og stöðvaði bardagann. 

Bretinn Lawal var síðan fluttur á spítala þar sem hann lést. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert