Hvað gerist á Hlíðarenda í kvöld?

Valsarinn Taiwo Badmus og Grindvíkingurinn Dedrick Basile eru lykilmenn.
Valsarinn Taiwo Badmus og Grindvíkingurinn Dedrick Basile eru lykilmenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur fær Grindavík í heimsókn í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Valsmenn eru þar með í úrslitum þriðja árið í röð en Grindavík hefur ekki verið í úrslitum síðan 2017. 

Valur vann Njarðvík, 3:2, í einvígi sem var spennandi fram að síðustu sekúndu. Grindavík vann Keflavík einnig í fimm leikjum en oddaleikur liðanna í Smáranum, þar sem Grindavík hefur leikið síðustu mánuði, var allt annað en jafn þar sem Grindvíkingar jörðuðu Keflavík. 

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert