Greinar mánudaginn 6. maí 2024

Fréttir

6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Alda Ingibergsdóttir og Antonia Hevesi leika hjartnæm tónverk

Alda Ingibergsdóttir sópran verður gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda, á síðustu hádegistónleikum misserisins í Hafnarborg. Á tónleikunum sem haldnir verða á morgun, þriðjudaginn 7 Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Biskupskjöri lýkur á hádegi á morgun

Það styttist í að í ljós komi hver verði næsti biskup Íslands, en síðari umferð kosninganna hófst á hádegi síðasta fimmtudag og lýkur á morgun um hádegi. Þar sem kosningin er rafræn er gert ráð fyrir að úrslit liggi fyrir fljótlega eftir hádegið, þó … Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Breytingarnar ekki afturvirkar

Ekki er lengur heimilt að gefa út leyfi til reksturs gististaða í íbúðarhúsnæði og skal rekstrarleyfisskyld gististarfsemi vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Þá verður aðeins hægt að sækja um leyfi til heimagistingar í íbúðarhúsnæði í 90 daga á ári samkvæmt breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Dýraníð látið viðgangast í áratugi

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) afhendir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra undirskriftalista í dag í Stjórnarráðshúsinu með yfir 3.600 undirskriftum. Skorar sambandið á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og að lög og reglugerðir er varða dýravelferð sæti endurskoðun Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Fjáröflun sem styrkir kynslóðir

Árleg fjáröflun Menntunarsjóðs mæðrastyrksnefndar hefst á morgun og eru þær Elísabet Jökulsdóttir skáldkona og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona verndarar sjóðsins í ár. Eins og síðustu ár verða til sölu leyniskilaboðakerti, þar sem skilaboð koma í ljós á botni kertisins þegar það brennur Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Fjölga á sendum á Vestfjörðum

Áformað er á næstu misserum að setja upp farsímasenda á alls 24 nýjum stöðum á Vestfjörðum í því skyni að bæta öryggi og fjarskipti björgunarliða. Mikið vantar upp á að símasamband á vegum vestra standist samanburð við önnur svæði á landinu, segir í … Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fundinum frestað á elleftu stundu

Samninganefndir SA annars vegar og Sameykis og FFR funduðu í tíu og hálfa klukkustund í gær. Viðræðum var frestað um kl. 22.30 og segir Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari að viðræður séu á viðkvæmu stigi Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Fyrsta friðlýsta bygging Borgarness

„Ástæða friðlýsingar Borgarneskirkju er tvíþætt,“ segir Pétur H. Ármannsson arkitekt, en núna á uppstigningardag verður kirkjan formlega friðlýst við hátíðlega athöfn. „Í fyrsta lagi hefur engin bygging verið friðlýst í Borgarnesi hingað til og það þótti vel við hæfi að kirkjan yrði fyrir valinu Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Geitabúskapurinn gefur vel

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Geiturnar eru skemmtilegar skepnur; þær gleðja og afurðirnar eru góð búbót,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir bóndi í Ytra-Fagradal á Skarðsströnd í Dölum. Þar á bæ er líflegt um þessar mundir; sauðburður að komast á skrið og ekki síður er líflegt í kringum geitabúskapinn. Hafararnir eru tveir og í nóvember síðastliðnum sinntu þeir alls 29 huðnum sem fyrir um mánuði báru alls 34 kiðlingum. Þetta eru fallegir gripir sem dafna vel, aldir á hafrakorni og fleiru. Ákefð geitanna í góðgæti er engu lík þegar Halla gefur þeim skammtinn. Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Gríðarlega óvænt úrslit í Kórnum

HK, sem flestir spá falli úr Bestu deild karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og vann ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í 5. umferðinni í gærkvöldi. Urðu lokatölur 3:1. Sigurinn var sá fyrsti hjá HK og tapið það fyrsta hjá Víkingi Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 262 orð | 2 myndir

Halla hélt forystu en Katrín sækir á

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hélt forystu sinni í vikulegri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið, en 29,7% þeirra sem afstöðu tóku til frambjóðenda í forsetakjöri sögðust vilja hana helst Meira
6. maí 2024 | Fréttaskýringar | 516 orð | 2 myndir

Halla Hrund rekur sig í rjáfrið

Eftir fylgisaukningu liðinna vikna virðist Halla Hrund Logadóttir hafa rekið sig í fylgisrjáfrið, sem liggur í tæpum 30%. Það er þó meira en dágott í kosningum þar sem 12 eru um hituna og getur vel dugað þó að þorri kjósenda velji aðeins milli fjögurra frambjóðenda Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 543 orð | 2 myndir

Hjóla 1.340 km í söfnun fyrir Umhyggju

„Maðurinn minn [Lárus Arnar Sölvason] hjólaði 1.340 km frá Danmörku til Parísar með Team Rynkeby í fyrsta skipti sumarið 2022,“ segir Louisa Sif Mønster sem ætlar að hjóla ásamt Lárusi til Parísar núna í júlí til að safna fyrir Umhyggju, regnhlífarsamtök fyrir langveik börn Meira
6. maí 2024 | Fréttaskýringar | 682 orð | 2 myndir

Hugað að vaktaskiptum hjá Berkshire

Það var ekki að furða að aðalfundur Berkshire Hathaway skyldi litast af vangaveltum um hvernig félaginu muni reiða af eftir að forstjórinn og stjórnarformaðurinn Warren Buffett kveður og ný kynslóð stjórnenda tekur við Meira
6. maí 2024 | Fréttaskýringar | 769 orð | 3 myndir

Kjarnavopn úr greipum manna?

Fréttaskýring Skúli Halldórsson sh@mbl.is Ríki heimsins ættu að koma á fót regluverki yfir gervigreindarvopn á meðan þau eru enn á fyrstu stigum þróunar. Þetta var niðurstaða alþjóðlegrar ráðstefnu sem lauk í Vínarborg í liðinni viku, þar sem málið var nefnt „Oppenheimer-augnablik“ okkar tíma. Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Misbeita verkfallsréttinum

Stjórnarformaður flugfélagsins Play, Sigurður Kári Kristjánsson, segir boðaðar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli fela í sér misbeitingu á verkfallsréttinum. Félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna og Sameyki hafa boðað til verkfallsaðgerða vegna deilna við Isavia Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Nýr biskup kjörinn á morgun

Turn Garðakirkju í Görðum á Álftanesi ber við Esjuna, sem stendur enn að hálfu snævi þakin eftir veturinn sem á undan er genginn. Kirkjan var tileinkuð Pétri postula og var fyrst getið í Vilkins-máldögum árið 1397 og er því með elstu kirkjustöðum landsins Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Nýr staður á Patreksfirði

„Þetta er lítill og þægilegur staður. Húsgögnin eru meira og minna fengin úr Góða hirðinum og stefnan er að vera með góða kaffihúsa- og barstemningu,“ segir Sverrir Fannberg sem hefur opnað nýjan veitingastað á Patreksfirði ásamt Steinunni Friðriksdóttur Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Ógilding samrunans staðfest

Landsréttur staðfesti á föstudaginn úrskurð héraðsdóms um ógildingu Samkeppniseftirlitsins á samruna Íslenskrar myndgreiningar ehf. og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann í ágúst árið 2020, meðal annars vegna… Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Refsivert að falsa stuðning

„Landskjörstjórn hefur fengið nokkrar tilkynningar frá fólki sem telur að það hafi ekki veitt meðmæli með forsetaframbjóðanda. Við getum ekki staðfest að undirskriftirnar séu falsaðar en oft eru einhverjar eðlilegar skýringar á þessu Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

RÚV nýti „aðrar miðlunarleiðir“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Rekstur TikTok-rásar samræmist lögbundnu hlutverki Ríkisútvarpsins að mati stjórnenda stofnunarinnar. Meira
6. maí 2024 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Samþykkir ekki vopnahléstillögu

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísrael ekki munu samþykkja vopnahléstillögur Hamas. Telur hann að það myndi þýða skelfilegan ósigur fyrir Ísrael. Tillögurnar sem lágu fyrir fólust í 40 daga vopnahléi þar sem ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir gegn frelsi palestínskra fanga Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Segja TikTok ríma við RÚV

Stjórnendur Ríkisútvarpsins telja rekstur TikTok-rásar samræmast lögbundnu hlutverki þess, að því er fram kemur í minnisblaði frá fundi stjórnar opinbera hlutafélagsins í janúar. Viðvera ríkismiðilsins á samfélagsmiðlinum hefur verið umdeild en í… Meira
6. maí 2024 | Fréttaskýringar | 606 orð | 3 myndir

Stefna á hagræðingu án skertrar þjónustu

Sviðsljós Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 866 orð | 2 myndir

Sterkari staða og stækkandi markaðir

Umsvif Icelandair hafa aldrei verið meiri en samkvæmt þeirri sumaráætlun sem nú liggur fyrir. Þegar mest er verða brottfarir véla félagsins frá Keflavíkurflugvelli allt að 66 á dag og áfangastaðirnir eru fimmtíu Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Svifvængjaflug líka fyrir lofthrædda

Árlegt svifvængjaflugnámskeið Fisfélags Reykjavíkur og Happyworld hófst um helgina og fengu byrjendur að spreyta sig á vængjunum á Hólmsheiði. Í samtali við Morgunblaðið segir Þröstur Freyr Hauksson, rekstrarstjóri Happyworld, allt útlit fyrir skemmtilegar vikur fram undan Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vegir eru víða illa farnir á Vesturlandi

„Vegir eru víða illa farnir eftir veturinn. Þar ræður að vegirnir eru komnir til ára sinn og voru ekki hannaðir eða gerðir miðað við þungaumferð dagsins í dag. Eins hefur ekki verið hægt að sinna viðhaldi þeirra sem vera skyldi,“ segir… Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Vilja efla varnir með Bandaríkjunum

Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn fyrir helgi í Keflavík. Þar ítrekuðu ríkin tvö gildi tvíhliða varnarsamningsins frá árinu 1951 og skuldbundu sig til að auka enn frekar varnarsamstarf ríkjanna tveggja Meira
6. maí 2024 | Innlendar fréttir | 152 orð

Þurfti að nauðhemla í flugtaki

Flugmenn íslenska flugfélagsins Air Atlanta þurftu að snarhætta við flugtak er uppgötvaðist að þota þeirra var á aðkeyrslubraut en ekki flugbraut á Ríad-flugvelli í Sádi-Arabíu. Er aðkeyrslubrautin um þriðjungi styttri en flugbrautin Meira

Ritstjórnargreinar

6. maí 2024 | Staksteinar | 221 orð | 1 mynd

Eru landamærin við Miðjarðarhaf?

Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, skrifaði á dögunum um landamæri Íslands hér í blaðið að spurði hvar þau lægju? Ekki er gott að um slíkt þurfi að spyrja, en spurningin er því miður ekki úr lausu lofti gripin. Landamærin íslensku, sem ættu að vera tiltölulega auðvarin í ljósi landafræðinnar, hafa reynst hriplek. Meira
6. maí 2024 | Leiðarar | 885 orð

Of mikil ríkisútgjöld

Álit fjármálaráðs er skýrt um að aðhald er ekki nægjanlegt Meira

Menning

6. maí 2024 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Bí bí og bla bla bla syngja fuglarnir

Það er ekki hægt að kenna öpum mannamál. Treystu mér, lesandi góður, það hefur verið reynt. Margoft. Málið eigum við ein. Það greinir okkur frá öðrum flokkum dýraríkisins. En þó tala dýrin. Býflugur dilla sér til að gefa í skyn að fæða sé í grennd… Meira
6. maí 2024 | Menningarlíf | 59 orð | 5 myndir

Haldið er upp á hinar ýmsu hátíðir, siði og menningu víðs vegar um heiminn þessa dagana

Um víða veröld heldur mannfólkið upp á hinar ýmsu hátíðir og fagnar ólíkum siðum og menningu. Í Japan telja til að mynda foreldrar að súmóglímukappar geti hjálpað ungbörnum að gráta sérstaka ósk um að alast upp við góða heilsu. Nú á dögunum var brugðið á slíkan leik í Sensoji-musterinu í Tókýóborg þar sem kapparnir beittu töfrum sínum á börnin. Meira
6. maí 2024 | Menningarlíf | 1386 orð | 2 myndir

Hrörnun og hrun Sambandsins

Samvinna eða samkeppni Framsóknarflokkurinn var allt í öllu á Húsavík og í Þingeyjarsýslum. Hann var flokkur samvinnuhreyfingarinnar. Flokkur fólksins. Á árunum eftir stríðið voru sósíalistar einnig nokkuð áberandi í bæjarfélaginu Meira

Umræðan

6. maí 2024 | Aðsent efni | 949 orð | 1 mynd

Af hverju sól og vindur vinna ekki

Mikið notaðar aðferðir til að mæla kostnað sólarorku hunsa einfaldlega óáreiðanleika hennar og sýna okkur kostnaðinn þegar sólin skín. Það sama á við um vindorku. Meira
6. maí 2024 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Einelti eða eftirlitsöfgar?

Að mínu mati er það umhverfissóðaskapur að koma að landi með ónýtan og verðlausan fisk eða fiskhluta. Meira
6. maí 2024 | Aðsent efni | 318 orð | 1 mynd

Hvernig forseta viljum við?

Við lifum tíma þar sem kröfur um erlend áhrif á innanlandsmál okkar hafa færst í vöxt. Þess vegna er sérstök ástæða til að vera á varðbergi. Meira
6. maí 2024 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Misbeiting á verkfallsréttinum

Þær verkfallsaðgerðir sem hér um ræðir eru skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum. Meira
6. maí 2024 | Aðsent efni | 778 orð | 2 myndir

MÍR fjandsamleg einkavæðing? Nei!

Hengdur var upp bleðill þar sem fundarefnið kemur ekki fram, þ.e. að leggja skuli félagið niður! Meira
6. maí 2024 | Pistlar | 468 orð | 1 mynd

Nauðsynlegar kerfisbreytingar á stjórnkerfinu

Ég heyrði því einhvern tímann fleygt að skrifræði væri listin að gera hið mögulega ómögulegt. Það er dálítið til í því og þess vegna er stjórnsýslan oft gagnrýnd fyrir að þvælast fyrir fólki og fyrirtækjum í stað þess að leysa málin Meira
6. maí 2024 | Aðsent efni | 355 orð | 2 myndir

Ævikvöld í martröð

Kvíði, hræðsla og skelfing munu verða eins og martröð mánuðum og misserum saman og flestir sjúklinganna munu eiga sínar síðustu stundir við þessar aðstæður. Meira

Minningargreinar

6. maí 2024 | Minningargreinar | 791 orð | 1 mynd

Bjarni Þór Einarsson

Bjarni Þór Einarsson fæddist í Keflavík 15. mars 1936. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi fjölskyldunnar 18. apríl 2024. Foreldrar hans voru hjónin Einar Bjarnason frá Eskifirði, f. 23.4 Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 1717 orð | 1 mynd

Einar Valmundsson

Einar Valmundsson fæddist á Akureyri 28. mars 1928. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. apríl 2024. Foreldrar hans voru Valmundur Guðmundsson, f. 1890, d.1963, og Sigríður Árnadóttir, f.1901, d. 1962 Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 1013 orð | 1 mynd

Guðmann Reynir Hilmarsson

Guðmann Reynir Hilmarsson fæddist 7. janúar 1961. Hann lést 24. apríl 2024. Reynir var jarðsunginn 3. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 1007 orð | 1 mynd

Guðmundur H. Garðarsson

Guðmundur H. Garðarsson fv. alþingismaður fæddist 17. október 1928. Hann lést 18. apríl 2024. Útför Guðmundar fór fram 3. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 2146 orð | 1 mynd

Hrefna Kristín Gísladóttir

Hrefna Kristín Gísladóttir fæddist í Naustakoti á Vatnsleysuströnd 18. október 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólteig við Brúnaveg 24. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Gísli Eiríksson, f. 22. apríl 1878 í Gerði á Vatnsleysuströnd, d Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 832 orð | 1 mynd

Jóhann Pétur Jóhannsson

Jóhann Pétur Jóhannsson fæddist 27. nóvember 1943. Hann lést 22. apríl 2024. Útför hans fór fram 2. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 1382 orð | 1 mynd

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson fæddist 19. febrúar 1948. Hann lést 23. apríl 2024. Útför hans fór fram 2. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 2224 orð | 1 mynd

Níels Viðar Hjaltason

Níels Viðar Hjaltason fæddist 25. janúar 1952. Hann lést 20. apríl 2024. Útför Níelsar fór fram 3. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Tara Rut Sighvatsdóttir

Tara Rut Sighvatsdóttir fæddist 25. september 1994. Hún lést 16. apríl 2024. Foreldrar hennar eru Lilja Björg Herborgardóttir og Sighvatur Adam Sighvatsson. Systkini Töru Rutar eru Thor Már Andersen og Ziggy Inge Andersen Meira  Kaupa minningabók
6. maí 2024 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Þórhildur Sæmundsdóttir

Þórhildur Sæmundsdóttir fæddist 4. september 1935. Hún lést 19. apríl 2024. Útför hennar fór fram 2. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

6. maí 2024 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd

Einföld leið til að draga úr streitu

Spurning dagsins hjá Kristínu Sif í Ísland vaknar á dögunum tengdist streitu og þá hvernig má helst draga úr henni. Spurði hún hlustendur út í það hvað það er sem sálfræðingar mæla með að gera í tólf mínútur á dag Meira
6. maí 2024 | Í dag | 59 orð

Einhvern tíma hefur skar verið nefnt hér í merkingunni brunninn…

Einhvern tíma hefur skar verið nefnt hér í merkingunni brunninn kertiskveikur. Að taka af skarið merkir að segja e-ð ótvírætt; eyða vafa; útkljá e-ð og líkingin dregin af því er öskubrunninn endi kveiks er fjarlægður en ef það er ekki gert logar… Meira
6. maí 2024 | Í dag | 136 orð | 1 mynd

Jónas Mikael Pétursson

60 ára Jónas er frá bænum Tjörn á Skaga en hefur búið á Dalvík frá 1990. Hann á bústað á Tjörn og fer þangað reglulega til að njóta samvista við fólk og náttúru. Hann er viðskiptafræðimenntaður og er í dag útibússtjóri Landsbankans á Dalvík, en var áður sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands Meira
6. maí 2024 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Kópavogur Mikolaj Ríkarður Miller „Mikki Rikki“ fæddist 23.…

Kópavogur Mikolaj Ríkarður Miller „Mikki Rikki“ fæddist 23. október 2023 kl. 2.45. Hann vó 3.946 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Izabela Miller og Maciej Ryszard Miller. Meira
6. maí 2024 | Í dag | 140 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu en mótið fór fram í golfklúbbnum við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Mótið var styrkt af Mosfellsbæ, Arion banka og Guðmundi Arasyni hf Meira
6. maí 2024 | Í dag | 173 orð

Snúið spaðageim. A-Enginn

Norður ♠ 96 ♥ ÁG109763 ♦ K ♣ Á82 Vestur ♠ K3 ♥ KD2 ♦ DG842 ♣ D96 Austur ♠ 74 ♥ 84 ♦ Á963 ♣ KG1054 Suður ♠ ÁDG10852 ♥ 5 ♦ 1075 ♣ 73 Suður spilar 4♠ Meira
6. maí 2024 | Í dag | 239 orð

Úr gömlu og götóttu minni

Dagbjartur Dagbjartsson skrifar á Boðnarmjöð: Tvær gamlar hestavísur gripnar upp úr gömlu og götóttu minni: Lífs á göngu ef gerast fá gleðiföng og dvína hugur löngum heyrir þá hófasöngva þína. (Páll Jónsson) Klárinn góður ber mín bein beinar slóðir… Meira
6. maí 2024 | Í dag | 973 orð | 4 myndir

Þroskandi að hafa búið erlendis

Birkir Hólm Guðnason fæddist 6. maí 1974 á Akureyri og ólst upp á Brekkunni. „Pabbi var múrarameistari og mikill Þórsari. Hann byggði ásamt fjórum vinum sínum, sem allir voru múrarar, raðhús á Brekkunni Meira

Íþróttir

6. maí 2024 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Deildar- og bikarmeistararnir þurfa einn sigur í viðbót til að fara í úrslit

Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurfa einn sigur í viðbót í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta til að tryggja sér sæti í úrslitum. Keflavík vann þriðja leik liðanna á heimavelli sínum í gærkvöldi, 87:78, og er staðan í einvíginu 2:1, Keflavík í vil Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 433 orð | 1 mynd

FH-ingar leika til úrslita

FH er komið í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handbolta eftir sannfærandi sigur á ÍBV í oddaleik í Kaplakrika í gærkvöldi. Urðu lokatölur 34:27 og vann FH einvígið 3:2. Meðbyrinn virtist með ÍBV eftir tvo sigra í röð og þá lék FH án Arons Pálmarssonar sem er að glíma við meiðsli í fingri Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 651 orð | 2 myndir

Grótta tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta með sigri á…

Grótta tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta með sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik á laugardag, 22:21. Grótta vann einvígið 3:2 og tekur sæti Mosfellinga í efstu deild en Afturelding fellur niður í 1 Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

KA Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KA varð Íslandsmeistari kvenna í blaki þriðja árið í röð á laugardag er liðið vann Aftureldingu, 3:1, á útivelli í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins eftir æsispennandi maraþonleik á Varmá í Mosfellsbænum Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Keflvíkingar jöfnuðu einvígið við Grindavík með flautukörfu

Keflavík jafnaði á laugardagskvöld einvígi sitt við Grindavík í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í 1:1 eftir æsispennandi leik og mikla dramatík í Keflavík. Urðu lokatölur 84:83 en Slóveninn Urban Oman tryggði Keflavík sigurinn með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 291 orð | 2 myndir

Óvæntustu úrslit sumarsins

HK gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, 3:1, í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Kórnum í gær. Var sigurinn sá fyrsti hjá HK og tapið í leiðinni það fyrsta hjá Víkingi Meira
6. maí 2024 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Úrslitin gætu ráðist í lokaumferðinni

Arsenal og Manchester City gætu barist um Englandsmeistaratitilinn í fótbolta fram í lokaumferðina. Arsenal er áfram með eins stigs forskot á Manchester-liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigra beggja liða á laugardag Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.