Enn vinnur Leverkusen

Leikmenn Bayer Leverkusen fagna marki í gær.
Leikmenn Bayer Leverkusen fagna marki í gær. AFP/Kirill Kudryavtsev

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen í knattspyrnu karla slá hvergi slöku við á tímabilinu og hafa enn ekki tapað leik í neinni keppni. Í gær vann liðið stórsigur á Eintracht Frankfurt, 5:1, í þýsku 1. deildinni.

Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í síðasta mánuði, er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og 2:0 yfir eftir fyrri leik sinn gegn Roma auk þess sem liðið er komið í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar.

Möguleikarnir á þrennu eru því mjög góðir.

Alls hefur liðið spilað 48 leiki á tímabilinu og ekki tapað einum einasta þeirra.

Í gær skoruðu Granit Xhaka, Patrik Schick, Exequiel Palacios úr vítaspyrnu, Jeremie Frimpong og Victor Boniface úr vítaspyrnu fyrir Leverkusen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert