Guðlaug Edda færist nær ÓL

Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í öðru sæti á Filippseyjum.
Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í öðru sæti á Filippseyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði um liðna helgi í öðru sæti í keppni í sprettþraut á Filippseyjum.

Er þetta önnur helgin í röð sem Guðlaug Edda kemst á verðlaunapall en hún sigraði keppni í Nepal fyrir viku síðan.

Árangurinn fleytir Guðlaugu upp um 33 sæti á heimslistanum og hún á nú mjög góða möguleika á boðssæti á Ólympíuleikana í París í sumar.

Tíu sekúndum á eftir sigurvegaranum

Guðlaug Edda kom fjórða upp úr sundinu en var mjög fljót að vinna sig upp í fyrsta hóp á hjólinu þar sem hún hélt uppi hraðanum mest allan tímann.

Í síðustu greininni, hlaupi, hófu átta konur það á sama tíma en Guðlaug Edda átti glæsilegt hlaup og hljóp kílómetrana 5 á 18 mínútum og 9 sekúndum í miklum hita og raka.

Tryggði hún sér um leið annað sætið og var einungis tíu sekúndum á eftir sigurvegaranum Hye Rim Jeong frá Suður-Kóreu.

Næsta keppni og sú síðasta í Asíutúrnum verður ólympísk þríþraut í Kína um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert